IX. Píanókeppni EPTA verður haldin dagana 6.-9. nóvember 2025 í Tónlistarskóla Garðabæjar og í Salnum í Kópavogi. Umsóknum þarf að skila fyrir 26. september á netfangið epta@epta.is Nánar um umsóknir í reglum keppninnar.
Í fyrsta sinn í sögu keppninnar býðst Færeyingum og Grænlendingum að taka þátt í píanókeppninni.
Stjórn EPTA hefur ákveðið að aldursflokkum verði breytt með tilliti til þess að verkefni geti áfram nýst í sömu flokkum og var sótt um fyrir síðustu keppni sem var frestað vegna erfiðra utanaðkomandi aðstæðna.
Skylduverk í 1. flokki. Hér má nálgast verk Þuríðar Jónsdóttur: Músareyra.
DAGSKRÁ
IX. píanókeppni EPTA 6. til 9. nóv. 2025
Fimmtudagur 6. nóv. 2025
TÓNLEIKAR kl. 19:30 í sal Tónlistarskóla Garðabæjar, Kirkjulundi
Christina Bjørkøe píanóleikari, yfirdómari keppninnar.
Dagskrá verður birt á vef EPTA: www.epta.is og á Facebook síðunni: EPTA
Iceland
Fyrri umferð haldin í sal Tónlistarskóla Garðabæjar, Kirkjulundi:
Föstudagur 7. nóv. 2025
Yngsti flokkur, 11 ára og yngri:
Kl. 15:00 Alex Garðar Paulsson
F. Chopin: Næturljóð í Es-dúr Op. 9, nr. 2
J. S. Bach: Invention nr. 12 í A-dúr BWV 783
Kl. 15:10 Sóllilja Davíðsdóttir
L. Köhler: Sónatína í G-dúr, 1. þáttur – Allegro moderato
Martha Mier: Næturljóð
2. flokkur, 20 ára og yngri, fyrri umferð:
Kl. 15:20 Adrian Aron Nastor
L. v. Beethoven: Sónata í G-dúr, Op. 14, nr. 2. Allegro.
Jón Hlöðver Áskelsson: Sex píanólög
F. Chopin: Etýða í C-dúr, Op. 10, nr. 1
Kl. 15:36 Jakob Grybos
L.v. Beethoven: Sónata Op. 90, nr. 27, 1. þáttur
S. Rachmaninov: Études-Tableaux Op. 39, nr. 5
Jón Leifs: Strákalag
1. flokkur, 15 ára og yngri, fyrri umferð:
Kl. 15:55 Marcel Úlfur Davidson
J. S. Bach: Invention nr. 8 í F-dúr BWV 779
W. A. Mozart: Fantasía í D-dúr KV 397
Þuríður Jónsdóttir: Músareyra
Kl. 16:09 Matvii Levchenko
J. S. Bach: Prelúdía og fúga í Fís-dúr BWV 858
J. Haydn: Sónata í h-moll XVI:32, 1. þáttur. Allegro moderato
Þuríður Jónsdóttir: Músareyra
Kl. 16:19 Sindri Sófus Árnason
L.v. Beethoven: Sónata í f-moll, Op. 2 nr. 1, 1. þáttur. Allegro
Louis-Claude Daquin: The Cuckoo
Þuríður Jónsdóttir: Músareyra
Kl. 16:32 Sól Björnsdóttir
J. S. Bach: Prelúdía og fúga í B-dúr BWV 866
W. A. Mozart: Sónata í C-dúr K 545, 1. þáttur. Allegro
Þuríður Jónsdóttir: Músareyra
3. flokkur, 26 ára og yngri, fyrri umferð:
Kl. 16:50 Oliver Rähni
J. Haydn: Sónata í C-dúr, Hob.XVI/50
Allegro
Adagio
Allegro Molto
Árni Björnsson: Sónata í d-moll, Op. 3, 1. Allegro con fuoco
C. Weber: Rondo “Perpetuum mobile” úr Sónötu nr. 1
IX. píanókeppni EPTA 6. til 9. nóv. 2025
Síðari umferð haldin í sal Tónlistarskóla Garðabæjar, Kirkjulundi:
Laugardagur 8. nóv. 2025
2. flokkur, 20 ára og yngri, síðari umferð
Kl. 15:00 Adrian Aron Nastor
S. Rachmaninoff: Presto úr Moments musicaux, op. 16 nr. 4
S. Rachmaninoff: Etýða-mynd, op. 39 nr. 1
N. Medtner: 2 Fairy Tales, op. 20 nr. 1
R. Schumann: Aufschwung úr Fantasiestücke, op. 12 nr. 2
Kl. 15:33 Jakob Grybos
F. Chopin: Ballaða nr. 2
S. Prokofiev: Úr Sarcasms Op.17
I. Tempestoso
II. Allegro rubato
III. Allegro precipitato
IV. Smanioso
V. Precipitosissimo — Andantino
E. Granados: Úr Goyescas Op. 11 nr. 4 La maja y el ruiseñor (Stúlkan og
næturgalinn)
1. flokkur, 15 ára og yngri, síðari umferð
Kl. 16:10 Marcel Úlfur Davidson
A. Scriabin: Prelúdíur Op.16, nr. 3 í Ges-dúr og nr. 4 í es-moll
Rush E – Sheet Music Boss
Kl. 16:22 Matvii Levchenko
G. Gershwin: Prelúdía nr. 1
F. Chopin: Polonaise Op. 40, nr. 2
A. Khachaturian: Toccata
Kl. 16:33 Sindri Sófus Árnason
O. Merikanto: Valse a la Chopin op. 6,. nr. 5
F. Schubert: Vals í h- moll.
B. Pieczonka: Tarantella í a – moll
Kl. 16:45 Sól Björnsdóttir
S. Rachmaninoff: Prelúdía í cís-moll Op. 3, nr. 2
C. Debussy: Prelúdía – La fille aux cheveux de lin
F. Chopin: Etýða í c-moll Op. 10, nr. 12
3. flokkur, 26 ára og yngri, síðari umferð:
kl. 17:00 Oliver Rähni
F. Chopin: Scherzo Op. 31, nr. 2 í b-moll
E. Lecuona: Malaguena úr Suite Andalucía (1933)
J. S. Bach/D. Kabalevsky: Toccata í d-moll, BWV 538
I. Moscheles: Rondeau Brillant Op. 54 “Les Charmes de Paris”
A. Scriabin: Etýða í dís-moll, Op. 8 nr. 12
IX. píanókeppni EPTA 6. til 9. nóv. 2025
Verðlaunaafhending í Salnum Kópavogi
Sunnudaginn 9. nóv. 2025 kl. 13:00.
Ávarp
Verðlaun veitt fyrir alla flokka.
Yngsti flokkur – 11 ára og yngri
1. flokkur – 15 ára og yngri
2. flokkur – 20 ára og yngri
3. flokkur – 26 ára og yngri
Verðlaun fyrir besta leik á nýju íslensku verki eftir Þuríði Jónsdóttur
RÚV tekur upp vinningshafa í lok athafnar.
REGLUR KEPPNINNAR
Reglur fyrir IX. Píanókeppni EPTA á Íslandi.
I.
1. IX. Píanókeppni Íslandsdeildar EPTA verður haldin 6. til 9. nóvember
2025.
2. Dómnefnd samanstendur af fimm dómurum þar af einum erlendum sem
jafnframt er formaður dómnefndar.
II.
1. Keppnin er opin íslenskum, færeyskum og grænlenskum píanónemendum 26 ára og yngri.
2. Miðað er við að keppendur séu ekki orðnir 27 ára á fyrsta degi
keppninnar.
III.
Umsóknum skal skilað fyrir 26. sep. 2025 til epta@epta.is
Umsóknum skal fylgja:
a) Stutt lýsing á námsferli og virkt netfang nemanda og kennara.
b) Afrit af fæðingarvottorði / vegabréfi.
c) Kvittun fyrir greiddu þátttökugjaldi, kr. 15.000,- fyrir nemendur
félagsmanna, kr. 30.000,- fyrir aðra, kr. 10.000,- fyrir yngsta flokk,
sem greiðist inn á reikning EPTA nr. 0515-26-13773, kt.: 690586-2239.
d) Verkefnalisti.
IV.
1. Dómnefnd áskilur sér rétt til að hafna umsóknum án nánari skýringa.
2. Svar við umsóknum mun berast eigi síðar en 30. sep. 2025.
3. Verði umsókn hafnað endurgreiðist þátttökugjald.
4. Dragi umsækjandi sig til baka eftir 30. sep. verður þátttökugjaldið
ekki endurgreitt.
V.
Íslandsdeild EPTA áskilur sér rétt á öllum hljóðritunum sem gerðar verða
á vegum keppninnar.
VI.
1. Þátttakendum (af landsbyggðinni) verður séð fyrir æfingaaðstöðu á meðan keppnin stendur yfir.
2. Dregið verður um röð keppenda.
VII.
Keppnin verður opin almenningi til áheyrnar.
VIII.
1. Keppt verður í fjórum flokkum:
Yngsti flokkur, 11 ára og yngri.
1. flokkur, 15 ára og yngri.
2. flokkur, 20 ára og yngri.
3. flokkur, 26 ára og yngri.
2. Keppni í 1. til 3. flokki verður í tveim hlutum; forkeppni og úrslit.
Í úrslit komast að jafnaði fimm úr hverjum flokki.
IX.
Veittar verða viðurkenningar fyrir 1., 2. og 3. sæti í hverjum flokki og
fyrir besta flutning á nýju tónverki Þuríðar Jónsdóttur. Sigurvegarar
hvers flokks munu koma fram við verðlaunaafhendinguna og leika fyrir
áheyrendur. Öllum þátttakendum verður afhent viðurkenningarskjal við
verðlaunaafhendinguna fyrir þátttöku í keppninni.
X.
Forkeppni fyrir alla flokka verður haldin dagana 6. og 7. nóv. 2025.
Úrslitakeppni fyrir flokka 1 til 3 verður laugardaginn 8. nóv. 2025.
Verðlaunaafhending verður sunnudaginn 9. nóv. 2025.
Verkefnalistar:
Yngsti flokkur, 11 ára og yngri
Tvö ólík verk, samtals 4 til 5 mínútur að lengd.
1. flokkur, 15 ára og yngri
Forkeppni, samtals 10 til 12 mínútur að lengd.
1. Verkefni frá barokk tímabilinu.
2. Klassík – 1. kafli eða lokakafli úr sónatínu eða sónötu.
3. Nýtt íslenskt verk eftir Þuríði Jónsdóttur.
Úrslit, samtals 8 til 10 mínútur að lengd.
1. Rómantískt eða 20. aldar verk.
2. Verkefni að eigin vali (eitt eða fleiri verk).
2. flokkur, 20 ára og yngri
Forkeppni, samtals 14 til 16 mínútur að lengd.1. Klassík – 1. kafli úr sónötu.
2. Etýða eða rómantískt verk sem sýnir tæknilega færni.
3. Íslenskt verk.
Úrslit, samtals 14 til 16 mínútur að lengd.
1. Rómantískt verk að eigin vali.
2. Frjálst val (eitt eða fleiri).
3. flokkur, 26 ára og yngri
Forkeppni, samtals 28 til 30 mínútur að lengd.
1. Tónverk frá barokk eða klassíska tímabilinu.
2. Íslenskt tónverk.
3. Etýða eða verk sem sýnir tæknilega færni. Úrslit, samtals 28 til 30 mínútur að lengd.
1. Rómantískt verk.
2. Erlent verk samið 1900-1950.
3. Verkefni að eigin vali (eitt eða fleiri verk).
XI.
Öll verkefni skulu vera einleiksverk og leikin utanbókar nema
íslensk verk má leika með nótum.
Skylduverk í 1. flokki. Hægt er að nálgast verk Þuríðar Jónsdóttur á heimasíðu EPTA:
www.epta.is .
Dómnefnd
Í dómnefnd sitja: Christina Bjørkøe yfirdómari frá Danmörku og frá Íslandi píanóleikararnir Guðríður St. Sigurðardóttir, Helga Bryndís Magnúsdóttir, Richard Simm og Selma Guðmundsdóttir